Stjarnan á sjúkrahús eftir óhugnanlegt atvik

Moise Keane, fyrir miðju, lenti í óhugnanlegu atviki.
Moise Keane, fyrir miðju, lenti í óhugnanlegu atviki. AFP/Alberto Pizzoli

Ítalski knattspyrnumaðurinn Moise Kean, leikmaður Fiorentina í heimalandinu, fékk höfuðhögg í leik liðsins gegn Hellas Verona í ítölsku A-deildinni í gærkvöldi.

Fékk hann hné í andlitið er hann lenti í árekstri við Pawel Dawidowicz og Diego Coppola um miðjan seinni hálfleik. Skömmu síðar féll Kean í yfirlið og yfirgaf völlinn í sjúkrabíl.

Eftir skoðun og myndatöku á spítala hefur hann nú verið útskrifaður og virðist vera heill heilsu, þrátt fyrir atvikið óhugnanlega.

Verona vann leikinn 1:0 þar sem Antoine Bernede skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Albert Guðmundsson er leikmaður Fiorentina en lék ekki í gær vegna meiðsla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert