Mourinho sakaður um kynþáttaníð

José Mourinho á hliðarlínunni í gær.
José Mourinho á hliðarlínunni í gær. AFP/Özan Kose

Forráðamenn tyrkneska knattspyrnufélagsins Galatasaray saka José Mourinho, stjóra Fenerbahce, um kynþáttaníð eftir markalaust jafntefli liðanna í tyrknesku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Eftir leik á blaðamannafundi sagði Mourinho að leikmenn Galatasaray hefðu hoppað um eins og apar á varamannabekknum meðan á leik stóð.

Þá sagði hann að það hefði verið hræðilegt ef tyrkneskur dómari hefði dæmt leikinn en Slavko Vincic frá Slóveníu var fenginn til að dæma leikinn.

Í yfirlýsingu Galatasaray segir að Mourinho hafi margsinnis látið niðrandi ummæli um Tyrki falla og að atvik í gær hafi verið kornið sem fyllti mælinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert