Ótrúlegt átta marka jafntefli Barcelona og Atlético

Alexander Sörloth fagnar dramatísku jöfnunarmarki sínu í Barcelona í kvöld.
Alexander Sörloth fagnar dramatísku jöfnunarmarki sínu í Barcelona í kvöld. AFP/Lluis Gene

Barcelona og Atlético Madríd gerðu jafntefli, 4:4, í mögnuðum fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska konungsbikarsins í knattspyrnu karla í Barcelona í kvöld.

Síðari leikurinn fer ekki fram fyrr eftir rúman mánuð, í byrjun apríl, á heimavelli Atlético í Madríd.

Gestirnir byrjuðu leikinn stórkostlega þar sem staðan var orðin 0:2 eftir aðeins sex mínútna leik. Julián Álvarez skoraði áður en ein mínúta var liðin og Antoine Griezmann skoraði fimm mínútum síðar.

Pedri minnkaði hins vegar muninn á 19. mínútu og tveimur mínútum síðar var Pau Cubarsí búinn að jafna metin í 2:2 fyrir Barcelona.

Áður en fyrri hálfleikurinn var á enda skoraði Inigo Martínez og fullkomnaði þar með endurkomu Börsunga.

Gestirnir gáfust ekki upp

Á 74. mínútu skoraði Robert Lewandowski fjórða mark Barcelona og staðan orðin 4:2.

Atlétic var þó aldeilis ekki búið að gefast upp og minnkaði Marcos Llorente muninn fyrir Atlético í 4-3. Norðmaðurinn Alexander Sörloth jafnaði svo metin á þriðju mínútu uppbótartíma og tryggði gestunum þannig jafntefli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert