Knattspyrnumaðurinn ungi Lamine Yamal fékk óblíðar móttökur þegar hann og liðsfélagar hans hjá Barcelona mættu Las Palmas í spænsku 1. deildinni um helgina.
Liðsmenn Las Palmas brutu margoft á táningnum sem fór af velli á 85. mínútu og er tæpur fyrir leik Barcelona gegn Atlético Madrid í spænska bikarnum í kvöld.
Yamal birti mynd af sokknum sínum eftir leikinn, þar sem sjá má merki þess að hann hafi fengið að finna fyrir því. Myndina má sjá hér fyrir neðan en við hana stendur á spænsku: „Þetta var ekki brot!“