C-deildarlið Arminia Bielefeld gerði sér lítið fyrir og sigraði Werder Bremen úr efstu deild í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í gær, 2:1.
Marius Wörl kom Bielefeld yfir á 35. mínútu og sex mínútum síðar skoraði Julián Malatini sjálfsmark og breytti stöðunni í 2:0.
Oliver Burke minnkaði muninn fyrir Bremen á 56. mínútu en fleiri urðu mörkin ekki.
Stuttgart og Leverkusen eru einnig komin í undanúrslit. Leipzig og Wolfsburg mætast í síðasta leik átta liða úrslitanna í kvöld.