Franska knattspyrnustjarnan Kylian Mbappé verður ekki með Real Madrid í fyrri leik liðsins við Real Sociedad í undanúrslitum spænska bikarsins í kvöld.
Draga þurfti tönn úr Mbappé í vikunni og er Frakkinn þjáður eftir aðgerðina hjá tannlækninum. Hann er því ekki leikfær í kvöld.
Orri Steinn Óskarsson er leikmaður Real Sociedad, sem er á heimavelli í fyrri leiknum.