Damir Muminovic fagnaði sínum fyrsta deildarsigri með DPMM er liðið sigraði Hougang á heimavelli, 2:1. DPMM er frá Brúnei en leikur í efstu deild Singapúr.
Leikurinn var vægast sagt viðburðaríkur því tveir leikmenn DPMM fengu að líta rauða spjaldið og einn leikmaður Hougang.
Þá fengu gestirnir frá Hougang þrjár vítaspyrnur í leiknum en skoruðu aðeins úr einni þeirra.
Damir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá DPMM. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar af níu liðum með 24 stig eftir 24 leiki.