Bayern dró samningstilboðið til baka

Joshua Kimmich fer líklega frá Bayern í sumar.
Joshua Kimmich fer líklega frá Bayern í sumar. AFP/Lukas Barth-Tuttas

Stjórnarmenn þýska knattspyrnufélagsins Bayern München hafa ákveðið að draga samningstilboð sitt til þýska landsliðsmannsins Joshua Kimmich til baka.

Samningur Kimmich rennur út í sumar og hefur hann verið tvístígandi þegar kemur að því að skrifa undir nýjan samning.

Þýska blaðið Bild greinir frá því að þolinmæði Bayern væri nú á þrotum og að því hafi samningstilboðið verið dregið til baka, að minnsta kosti í bili.

Hurðinni hefur ekki endanlega verið lokað á að Bayern bjóði honum annan samning en samkvæmt Bild ber enn mikið á milli aðila.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert