Knattspyrnumaðurinn Thibaut Courtois, markvörður Real Madríd, snýr aftur í belgíska landsliðið í næsta landsleikjaglugga í mars eftir að hafa ekki spilað fyrir þjóð sína síðan í júní árið 2023.
Courtois lenti upp á kant við þáverandi landsliðsþjálfara Domenico Tedesco og gaf út að hann vildi ekki spila fyrir Tedesco.
Nú er Rudi Garcia hins vegar tekinn við sem þjálfari og staðfesti hann í samtali við franska blaðið L’Équipe að hann væri búinn að ræða við Courtois og að markvörðurinn muni snúa aftur í landsliðshópinn.