Tyrkneska knattspyrnufélagið Fenerbahce ætlar að áfrýja fjögurra leikja banni sem José Mourinho, knattspyrnustjóri félagsins, fékk fyrir hegðun sína í kringum leik liðsins við Galatasaray í tyrknesku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.
Mourinho sagði við fjölmiðla eftir leik að liðsmenn Galatasaray höguðu sér eins og apar á hliðarlínunni og fékk fyrir það tveggja leikja bann.
Hann fékk aðra tvo leiki í bann fyrir að ganga inn í búningsklefa dómara eftir leik og viðhafa óviðeigandi ummæli um þá.
Félagið er ekki sátt við bannið og ætlar að áfrýja, þrátt fyrir að Mourinho hafi þegar tekið út einn leik af banninu.