Albert kom við sögu

Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Ljósmynd/Alex Nicodim

Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson kom við sögu í sigri Fiorentina á Lecce, 1:0, í ítölsku A-deildinni í fótbolta í Flórens í kvöld. 

Albert var óvænt í leikmannahópi Fiorentina þrátt fyrir að hafa farið af velli með brot í baki fyrir tólf dögum. 

Hann kom inn á undir blálok leiks en Fiorentina er í sjötta sæti með 45 stig. 

Þórir Jóhann Helgason kom inn á 64. mínútu hjá Lecce sem er í 16. sæti deildarinnar með 25 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert