Albert með í landsleikjunum?

Albert Guðmundsson er í leikmannahópi Fiorentina.
Albert Guðmundsson er í leikmannahópi Fiorentina. Ljósmynd/@acffiorentina

Albert Guðmundsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er í leikmannahópi Fiorentina fyrir leikinn við Þóri Jóhann Helgason og félaga í Lecce í ítölsku A-deildinni í kvöld.

Er um óvænt tíðindi að ræða, því Albert fór meiddur af velli, með brot í baki, í leik gegn Como á heimavelli fyrir tólf dögum síðan.

Var búist við að Albert yrði frá keppni næstu vikurnar og að hann myndi jafnvel missa af leikjum Íslands við Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar 20. og 23. mars.

Meiðslin virðast hins vegar ekki eins alvarleg og óttast var í fyrstu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert