Landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson skoraði mark Fortuna Düsseldorf í tapi fyrir Greuther Fürth, 2:1, á heimavelli í þýsku B-deildinni í fótbolta í Düsseldorf í kvöld.
Ísak er kominn með níu mörk og þrjár stoðsendingar í 23 leikjum í deildinni.
Eftir leik er Düsseldorf í 6. sæti deildarinnar með 38 stig, en liðið missteig sig í æsispennandi toppbaráttu.
Ísak lék allan leikinn og kom Düsseldorf yfir á 8. mínútu. Valgeir Lunddal Friðriksson var þá í byrjunarliði Düsseldorf en fór af velli þegar korter var eftir.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inn á seint í tapi Preussen Münster fyrir Schalke, 1:0, í Gelsenkirchen í kvöld.
Münster-liðið er í 15. sæti deildarinnar með 23 stig.