Mourinho kærir tyrkneska félagið

José Mourinho.
José Mourinho. AFP/Yasin Akgul

José Mourinho, knattspyrnustjóri karlaliðs Fenerbahce hefur ákveðið að kæra erkifjendur þeirra í Galatasary um 42 þúsund fund. 

Þetta staðfesti Fenebahce en Galatasaray sakaði Portúgalann um kynþáttaníð eftir markalaust jafntefli liðanna um síðustu helgi. 

Mour­in­ho sagði meðal ann­ars á blaðamannafundi eftir leik að leik­menn Galatas­aray hefðu hoppað um eins og apar á meðan leikn­um stóð.

Hann kærir nú Galatasaray um 42 þúsund pund en hann vill meina að félagið sé að sverta mannorð hans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka