Neymar nálgast Barcelona

Neymar nálgast endurkomu í Barcelona.
Neymar nálgast endurkomu í Barcelona. AFP/Nelson Almeida

Brasilíska knattspyrnustjarnan Neymar nálgast endurkomu í spænska stórliðið Barcelona, átta árum eftir að hann yfirgaf félagið til að ganga í raðir París SG í Frakklandi.

The Athletic greinir frá. Neymar lék 123 leiki með Barcelona í efstu deild Spánar á árunum 2013 til 2017 og skoraði 68 mörk.

Varð hann tvisvar spænskur meistari, þrisvar bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með Börsungum.

Sóknarmaðurinn hefur undanfarnar vikur leikið með uppeldisfélaginu Santos, eftir misheppnaða tveggja ára dvöl hjá Al-Hilal í Sádi-Arabíu þar sem hann spilaði nær ekkert vegna meiðsla.

Neymar er markahæsti leikmaður brasilíska landsliðsins frá upphafi með 79 mörk í 128 leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert