Landsliðsfyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson skoraði sigurmark með glæsibrag í sigri Al Orobah á Al Nassr, þar sem portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo leikur, í sádiarabísku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.
Al Orobah vann leikinn 2:1 en sigurmark Jóhanns kom á 65. mínútu leiksins.
Al Orobah hefur verið á miklu flugi undanfarið en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 26 stig. Al Nassr er hins vegar í 3. sætinu með 47 stig, níu stigum frá toppnum.
Mark Jóhanns var glæsilegt en það má sjá hér að neðan.
🟡🟢 𝑮𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑶𝑳
— Central do Arabão (@centraldoarabao) February 28, 2025
⏰️ 65' AL OROBAH 2 x 1 AL NASSR
⚽️ Gudmundsson
🅰️ Omar Al Somah
MAIS UM GOLAÇO, QUE ISSO!
O AL OROBAH VOLTA A FRENTE DO PLACAR! pic.twitter.com/adJ1mT2h1r