UEFA setur enska dómarann í bann

David Coote.
David Coote. AFP/Paul Ellis

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur úrskurðað enska dómarann David Coote í tæplega eins og hálfs árs bann vegna framferðis hans á EM 2024 í Þýskalandi síðastliðið sumar.

Coote var rekinn úr samtökum atvinnudómara á Englandi, PGMOL, vegna óviðeigandi ummæla hans um Liverpool og Jürgen Klopp, fyrrverandi knattspyrnustjóra karlaliðsins, í myndskeiði sem birtist á samfélagsmiðlum.

Nokkrum dögum síðar birti götublaðið The Sun myndskeið af Coote að sniffa hvítt duft á þeim tíma sem hann var við störf á EM í Þýskalandi, sem talið er að hafi verið kókaín. Síðar viðurkenndi Coote í viðtali við The Sun að hafa neytt kókaíns í gegnum árin.

Bann UEFA gildir til 30. júní 2026.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert