Þeir Matthijs de Ligt og Joshua Zirkzee, leikmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United, voru ekki valdir í hollenska landsliðið sem mætir því spænska í tveimur leikjum í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í næsta mánuði.
De Ligt hefur átt fast sæti í hollenska hópnum frá því hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2017. Var hann um tíma landsliðsfyrirliði.
Zirkzee lék sinn fyrsta leik með hollenska liðinu á EM síðasta sumar og hefur verið í öllum hópum hollenska liðsins síðan, þar til nú.
Varnarmaðurinn De Ligt og framherjinn Zirkzee hafa átt erfitt uppdráttar hjá United síðustu mánuði. Ronald Koeman er landsliðsþjálfari Hollands.