United-mennirnir ekki valdir í landsliðið

Joshua Zirkzee hefur ekki slegið í gegn hjá United.
Joshua Zirkzee hefur ekki slegið í gegn hjá United. AFP/Glyn Kirk

Þeir Matthijs de Ligt og Joshua Zirkzee, leikmenn enska knattspyrnuliðsins Manchester United, voru ekki valdir í hollenska landsliðið sem mætir því spænska í tveimur leikjum í átta liða úrslitum Þjóðadeildarinnar í næsta mánuði.

De Ligt hefur átt fast sæti í hollenska hópnum frá því hann lék sinn fyrsta A-landsleik árið 2017. Var hann um tíma landsliðsfyrirliði.

Zirkzee lék sinn fyrsta leik með hollenska liðinu á EM síðasta sumar og hefur verið í öllum hópum hollenska liðsins síðan, þar til nú.

Varnarmaðurinn De Ligt og framherjinn Zirkzee hafa átt erfitt uppdráttar hjá United síðustu mánuði. Ronald Koeman er landsliðsþjálfari Hollands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka