Albert fær þakkir frá þjálfara sínum

Albert Guðmundsson er í góðu bókinni hjá þjálfara sínum.
Albert Guðmundsson er í góðu bókinni hjá þjálfara sínum. Ljósmynd/@acffiorentina

Albert Guðmundsson, leikmaður Fiorentina í ítölsku A-deildinni í fótbolta, var óvænt í leikmannahóp liðsins í gær þegar liðið vann nauman sigur á Lecce.

Albert braut bein í baki þegar hann lenti illa eftir að hafa farið í skallaeinvígi í leik gegn Como á dögunum og talið var að hann yrði lengi frá keppni.

Raffaele Palladinu, stjóri Fiorentina, var gríðarlega þakklátur Alberti í gær fyrir að hafa gefið grænt ljós á að spila en Albert kom inn á völlinn þegar tvær mínútur voru til loka venjulegs leiktíma.

„Albert æfði ekkert með liðinu, ég þarf að þakka honum fyrir því þar til í gær hafði hann aðeins æft einn. Ég spurði hvort honum fannst hann vera tilbúinn að koma á bekkinn til að hjálpa og ég þakka honum frá dýpstu hjartarótum að hafa flýtt fyrir endurkomu sinni. Við fáum hann alveg til baka á fimmtudaginn,“ sagði Palladino.

Þessar fréttir eru fagnaðarefni fyrir íslenska landsliðið en búist var við að Albert myndi missa af komandi landsleikjum gegn Kosóvó í umspili Þjóðadeildarinnar í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert