Atalanta tók á móti Venezia í ítölsku A-deildinni í fótbolta í dag og endaði leikurinn með markalausu jafntefli.
Atalanta hefði með sigri getað jafnað Inter af stigum á toppi deildarinnar en Íslendingalið Venezia skellti í lás og fór með afar dýrmætt stig frá Bergamó.
Mikael Egill Ellertsson lék allan leikinn í liði Venezia en Bjarki Steinn Bjarkason sat allan tímann á varamannabekk gestanna.
Eftir leikinn er Atalanta í 3. sæti með 55 stig, tveimur stigum frá Inter sem á leik til góða. Venezia er í 19. sæti með 18 stig, fimm stigum frá öruggu sæti.