Dýrt tap Madrídinga í toppbaráttunni

Isco fagnar marki sínu gegn gömlu félögunum.
Isco fagnar marki sínu gegn gömlu félögunum. AFP/Cristina Quicler

Real Madrid mátti þola tap gegn Real Betis, 2:1, í efstu deild spænska fótboltans í dag.

Brahim Díaz kom Madrídingum yfir á 10. mínútu. Johnny jafnaði metin fyrir heimamenn á 34. mínútu og var jafnt í hálfleik, 1:1.

Það var síðan Isco, fyrrverandi leikmaður Real Madrid, sem skoraði sigurmark Real Betis úr vítaspyrnu á 54. mínútu.

Úrslitin þýða að Real er áfram í öðru sæti deildarinnar með 54 stig, jafn mörg og Barcelona á toppnum sem á leik til góða. Real Betis er í sjötta sæti með 38 stig.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert