Volos mætti Aris í efstu deild gríska fótboltans í dag og endaði leikurinn með jafntefli, 1:1.
Loren Moron kom Aris yfir á 66. mínútu en stuttu áður hafði hann klúðrað vítaspyrnu. En þá var komið að okkar manni, Hirti Hermannssyni, en hann jafnaði metin á 71. mínútu með skoti úr teignum eftir hornspyrnu. Þetta var fyrsta mark Harðar fyrir Volos eftir að hann gekk til liðs við gríska félagið í janúar.
Hjörtur spilaði allan leikinn í vörn Volos sem með stiginu eru í 12. sæti deildarinnar með 22 stig.