Nýi leikmaðurinn mögulega ekkert með í sumar

Sveinn Margeir Hauksson í KA treyju.
Sveinn Margeir Hauksson í KA treyju. Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Sveinn Margeir Hauksson, leikmaður Víkings R., varð fyrir því óláni að meiðast á hné á dögunum og er hann á leið í speglun. Óvíst er hvort hann geti spilað með Víkingi í sumar vegna meiðslanna.

Sveinn Margeir, sem fæddur er árið 2001, skrifaði undir samning við Víking í vetur en hann kom frá KA á sama tíma og Daníel Hafsteinsson. Vitað var að Sveinn myndi ekki spila mikið með Víkingi í sumar en hann er í háskólanámi úti í Bandaríkjunum.

„Hann er í smá brasi með hnéð á sér og mun fara í speglun, það þarf að skoða á honum hnéð. Það er búist við bataferli eftir speglunina. Við þurfum bara að meta stöðuna á honum þegar nær dregur. Hann kemur til okkar í sumar og ég efast um að hann verði klár þá,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, í viðtali við Fótbolti.net

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert