Sjóðheitur Hákon á bekknum er Lille fékk skell

Hákon í baráttunni í kvöld.
Hákon í baráttunni í kvöld. AFP/Franck Fife

Landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson byrjaði á bekknum fyrir Lille er liðið mátti þola skell gegn París SG, 4:1, í frönsku 1. deildinni í kvöld.

Staðan í hálfleik var 4:0 fyrir París SG en Bradley Barcola, Marquinhos, Ousmane Dembélé og Désiré Doué skoruðu mörk heimamanna.

Hákon kom inn á í hálfleik og náði Lille að minnka muninn í 4:1 með marki frá Kanadamanninum Jonathan David.

Það kom mörgum á óvart að Hákon var á bekknum en hann skoraði bæði mörk Lille í 2:1-sigri liðsins gegn Monaco í síðustu viku.

Úrslitin þýða að Lille er í fimmta sæti með 41 stig. París SG er á toppnum með 62 stig, 16 stigum á undan Marseille í öðru sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert