Elías Rafn Ólafsson átti frábæran leik í marki Midtjylland þegar liðið vann Nordsjælland í efstu deild danska fótboltans í dag, 2:1.
Franculino kom Midtjylland yfir á 54. mínútu áður en Benjamin Nygren jafnaði fyrir gestina á 76. mínútu. Það var síðan Pedro Bravo sem skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartíma en rétt áður hafði Elías Rafn átt frábæra tvöfalda vörslu sem hélt Midtjylland inni í leiknum.
Með sigrinum er Midtjylland nú í öðru sæti deildarinnar, jafnir FC Köbenhavn af stigum en Köbenhavn spilar seinna í dag gegn AaB Aalborg.