Fyrrverandi leikmaður Juventus látinn

Nico Hidalgo er látinn eftir baráttu við krabbamein.
Nico Hidalgo er látinn eftir baráttu við krabbamein. Ljósmynd/Granada

Spænski miðjumaðurinn Nico Hidalgo er látinn. Hidalgo var 32 ára þegar hann lést í gær eftir baráttu við krabbamein.

Hidalgo var keyptur til Juventus árið 2014 frá Granada á Spáni. Hann var lánaður strax aftur til Granada og síðar til Cadiz en honum tókst ekki að spila leik fyrir Juventus.

Árið 2017 gekk Hidalgo alfarið í raðir Cadiz. Hann lék síðar með Racing Santander og Extramadura áður en hann greindist með lungnakrabbamein.

Hidalgo spilaði alls 234 leiki, skoraði 15 mörk og gaf 12 stoðsendingar á ferli sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert