Tók Dag mínútu að skora (myndskeið)

Dagur Dan Þórhallsson átti frábæra innkomu í nótt.
Dagur Dan Þórhallsson átti frábæra innkomu í nótt. AFP/Alex Menendez

Dagur Dan Þórhallsson byrjaði á varamannabekk Orlando City þegar liðið fékk Toronto FC í heimsókn í MLS deildinni í fótbolta í nótt. Það tók Dag hinsvegar ekki nema mínútu að setja mark sitt á leikinn í öruggum sigri Orlando, 4:2.

Cesar Araujo skoraði fyrsta mark Orlando á 33. mínútu og liðsfélagi hans Alex Freeman bætti við öðru marki aðeins tveimur mínútum síðar. Það var síðan Martin Ojeda sem skoraði þriðja mark Orlando áður en Sigurd Rosted minnkaði muninn fyrir Toronto.

Þá var komið að Degi Dan. Hann kom inn á völlinn á 80. mínútu og var búinn að koma boltanum í netið mínútu síðar eftir undirbúning Luis Muriel, fyrrum leikmanns Atalanta. Deybi Flores minnkaði síðan muninn aftur fyrir Toronto undir lok leiks.

Þetta var annar leikur Orlando á tímabilinu og fyrsti sigur þess. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert