Íslendingarnir í undanúrslit

Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður í dag.
Danijel Dejan Djuric kom inn á sem varamaður í dag. Ljósmynd/Istra

Íslendingaliðið Istra tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum króatíska bikarsins í fótbolta er liðið sigraði Lokomotiva Zagreb örugglega á heimavelli, 3:0.

Danijel Dejan Djuric, sem kom til félagsins á dögunum frá Víkingi, kom inn á hjá Istra á 64. mínútu.

Logi Hrafn Róbertsson, sem kom til Istra frá FH, var allan tímann á bekknum hjá liðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert