Samningi Danans rift eftir þrjár vikur

Jannik Pohl í leik með Fram.
Jannik Pohl í leik með Fram. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Samningi danska knattspyrnumannsins Jannik Pohl við þýska félagið Phönix Lübeck hefur verið rift eftir aðeins þrjá vikur í kjölfar þess að hann varð fyrir meiðslum.

Pohl gekk til liðs við Phönix frá Fram fyrir mánuði síðan og fyrir tæpri viku komust hann og félagið að samkomulagi um að rifta samningnum, sem átti að renna út í sumar.

Ljóst er að Pohl yrði frá vegna meiðsla í nokkra mánuði og sá hann því sæng sína upp reidda. Lék Pohl aðeins einn leik fyrir Phönix í þýsku D-deildinni.

Daninn glímd töluvert við meiðsli hjá Fram en skoraði tíu mörk í 31 leik í efstu deild hér á landi á árunum 2022 til 2024.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert