Stórbrotið mark í Mexíkó (myndskeið)

Lizbeth Ovalle.
Lizbeth Ovalle. Ljósmynd/Knattspyrnusamband Mexíkó

Mexíkóska knattspyrnukonan Lizbeth Ovalle skoraði ótrúlegt mark fyrir félagslið sitt UANL Tigres gegn Guadalajara Chivas í efstu deild Mexíkó í nótt.

Hún innsiglaði þá 2:0-sigur stundarfjórðungi fyrir leikslok. Markið hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum þar sem ekki er hlaupið að því að útskýra hvernig Ovalle fór að.

Mexíkóska landsliðskonan skoraði með stórbrotinni hælspyrnu á lofti sem hafnaði í markhorninu en sjón er sannarlega sögu ríkari:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert