„Fáránleg ákvörðun“ og Liverpool slapp

Atvikið sem um ræðir. Konaté virtist taka Barcola niður.
Atvikið sem um ræðir. Konaté virtist taka Barcola niður. AFP/Franck Fife

Franski varnarmaðurinn Ibrahima Konaté var stálheppinn að fá ekki rautt spjald í leik Liverpool og París SG á heimavelli síðarnefnda liðsins í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld.

Konaté virtist brjóta á Bradley Barcola í fyrri hálfleik sem aftasti varnarmaður þegar leikmaður Parísarliðsins var að sleppa í gegn.

Davide Massa, ítalskur dómari leiksins, dæmdi ekki neitt og var ekkert gert eftir skoðun í VAR.

Paul Merson, fyrrverandi leikmaður liða á borð við Arsenal, Aston Villa og Portsmouth, sagði ákvörðunina fáránlega og að Konaté hafi átt að líta rauða spjaldið en Merson er sjónvarpsmaður hjá Sky.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert