Ótrúlegur sigur Liverpool – tíu Börsungar unnu

Virgil van Dijk og Alisson Becker fagna sigri Liverpool á …
Virgil van Dijk og Alisson Becker fagna sigri Liverpool á París SG í kvöld. AFP/Anne-Christine Poujoulat

Þremur leikjum var að ljúka í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem Liverpool, Barcelona og Bayern München unnu sína leiki. Óhætt er að segja að mikil skemmtun og mikil dramatík hafi átt sér stað og töfrar Meistaradeildarinnar lifa svo sannarlega.

Ótrúlegur sigur Liverpool

París SG tók á móti Liverpool í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikið var í frönsku höfuðborginni. Eftir ótrúlega orrahríð leikmanna París SG að marki Liverpool þá var það Bítlaborgarliðið sem að stal sigrinum undir lokin. Lokatölur 1:0 fyrir Liverpool.

Það er óhætt að segja að París SG hafi verið betri aðilinn í leiknum í kvöld en liðið sótti án afláts allan leikinn. Þar var fremstur meðal jafningja Ousmane Dembélé sem reyndi hvað eftir annað að koma boltanum í netið hjá Alisson Becker, markverði Liverpool.

Heimamenn áttu 27 tilraunir að marki Liverpool manna en Alisson varði allt sem á hann kom og var gjörsamlega stórkostlegur í rammanum. 

Harvey Elliott fagnar marki sínu sem hann skoraði með fyrstu …
Harvey Elliott fagnar marki sínu sem hann skoraði með fyrstu snertingu sinni í leiknum í kvöld. AFP/Franck Fife

Það var síðan Harvey Elliott sem skoraði sigurmark Liverpool á 88. mínútu með sinni fyrstu snertingu eftir að hafa komið inná fyrir Mohamed Salah aðeins mínútu áður. Darwin Nunez vann þá einvígi og lagði boltann út til hægri í hlaupið hjá Elliott sem kláraði færi sitt frábærlega með vinstri fótar skoti í fjærhornið.

Frábær leikur sem endar með hreint út sagt ótrúlegum sigri Liverpool.

Þægilegt fyrir Bayern München

Bayern München tók á móti Bayer Leverkusen í München, Þýskalandi í kvöld. Óhætt er að segja að heimamenn hafi haft yfirhöndina en leikurinn endaði með 3:0 sigri Bayern.

Fyrsta markið kom á 9. mínútu en þar var að verki Harry Kane sem skoraði með frábærum skalla eftir fyrirgjöf frá Michael Olise.

Jamal Musiala bætti við öðru marki heimamanna á 54. mínútu eftir skelfileg mistök Matej Kovar, markverði Leverkusen. Kovar reyndi að grípa háa fyrirgjöf sem kom inn í teiginn en missti boltann beint fyrir fæturnar á Musiala sem potaði boltanum í netið.

Jamal Musiala fagnar marki sínu í kvöld ásamt Harry Kane.
Jamal Musiala fagnar marki sínu í kvöld ásamt Harry Kane. AFP/Tobias Schwarz

Nordi Mukiele, varnarmaður Leverkusen, lét reka sig útaf á 62. mínútu með sitt annað gula spjald eftir slæma tæklingu á Kingsley Coman.

Það var síðan Harry Kane sem skoraði þriðja mark heimamanna á 75. mínútu úr vítaspyrnu eftir að Edmon Tapsoba braut á Kane. Englendingurinn fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Það má nánast segja að þetta einvígi sé búið en Bayern München fer með þriggja marka forystu til Leverkusen.

Tíu Börsungar unnu í Portúgal

Benfica tók á móti Barcelona í Portúgal í kvöld. Frábær leikur með mikið af marktækifærum, rauðu spjaldi og marki endaði með sigri Börsunga, 1:0.

Það dróg til tíðinda á 22. mínútu þegar Pau Cubarsi fékk beint rautt spjald eftir að hafa brotið á Vangelis Pavlidis, framherja Benfica, sem var við það að sleppa í gegn.

Raphinha fagnar marki sínu.
Raphinha fagnar marki sínu. AFP/Filipe Amorim

Þrátt fyrir það skoraði Barcelona eina mark leiksins og þar var að verki Brasilíumaðurinn Raphinha á 61. mínútu. Antonio Silva, varnarmaður Benfica, átti þá skelfilega sendingu út úr vörn heimamanna sem fór beint á Raphinha. Brassinn gerði sér lítið fyrir og lét vaða af þrjátíu metra færi og endaði boltinn í netinu, óverjandi fyrir Anatoliy Trubin, markvörð Benfica.

Heimamenn reyndu hvað þeir gátu til að jafna metin en allt kom fyrir ekki og fögnuðu Börsungar frábærum sigri.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Aðrir virkir leikir

Njarðvík 105:96 Keflavík opna
99. mín. skorar
Valur 37:32 Fram opna
60. mín. Daníel Örn Guðmundsson (Valur) skoraði mark

Leiklýsing

Meistaradeildin í beinni opna loka
kl. 22:02 Leik lokið Leik lokið í Portúgal! Benfica - Barcelona 0:1. Frábær sigur tíu manna Barcelona þar sem Raphinha skoraði sigurmark spænsku risanna. Við þökkum fyrir okkur í kvöld.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert