Bosníska liðið Borac Banja Luka, sem Víkingur úr Reykjavík vann í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar, á fína möguleika á að fara alla leið í átta liða úrslit keppninnar.
Liðið gerði í kvöld jafntefli við Rapid frá Vín á heimavelli sínum, 1:1. Dion Beljo kom Rapid yfir í fyrri hálfleik en David Vukovic jafnaði fyrir Borac í uppbótartíma úr víti.
Pafos frá Kýpur vann heimasigur á Djurgården frá Svíþjóð, 1:0. Víkingur mætti einnig Djurgården í deildarkeppninni en tapaði á Kópavogsvelli. Muamer Tankovic skoraði sigurmark Pafos.
Þá vann pólska liðið Jagiellonia öruggan heimasigur á Cercle Brugge frá Belgíu, 3:0. Afimico Pululu skoraði tvö mörk fyrir Jagiellonia og Taras Romanczuk eitt. Víkingur vann einmitt Cercle Brugge í deildinni.
Þá vann Celje frá Slóveníu 1:0-heimasigur á Lugano frá Sviss. Tamar Svetlin skoraði sigurmarkið á 23. mínútu.