Ein sú besta á von á barni

Sophia Wilson í leik með bandaríska landsliðinu gegn því íslenska.
Sophia Wilson í leik með bandaríska landsliðinu gegn því íslenska. AFP/Richard Rodriguez

Knattspyrnukonan Sophia Wilson á von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, ruðningskappanum Michael Wilson.

Sophia, sem er 24 ára gömul, er ein besta knattspyrnukona heims en hún er leikmaður Portland Thorns og bandaríska landsliðsins.

Hún skoraði t.a.m. þrjú mörk á Ólympíuleikunum í París sem hjálpuðu bandaríska liðinu að verða Ólympíumeistari. Þá var hún í fjórða sæti í kjörinu um Ballon d'Or-verðlaunin virtu.

Hún skrifaði á dögunum undir nýjan samning við Portland-félagið sem gerði hana að launahæsta leikmanni bandarísku atvinnumannadeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert