Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi Paul Scholes, sem lék allan ferilinn með Manchester United, hrósaði íslenska landsliðsmanninum Orra Steini Óskarssyni eftir 1:1-jafntefli United og Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.
Orri kom inn á í stöðunni 1:0 fyrir United á 63. mínútu. Sjö mínútum síðar jafnaði Mikel Oyarzabal og fékk Orri sjálfur gullið tækifæri til að skora sigurmarkið undir lokin.
„Sóknarleikur Sociedad var hægur þar til Becker og Orri komu inn á. Þeir breyttu leiknum fyrir spænska liðið,“ sagði Scholes á TNT-sjónvarpstöðinni í kvöld.