Mourinho óvænt til Skotlands?

José Mourinho útilokar ekki að þjálfa í Skotlandi.
José Mourinho útilokar ekki að þjálfa í Skotlandi. AFP/Simon Wohlfahrt

José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce í Tyrklandi, útilokar ekki að þjálfa í Skotlandi í framtíðinni.

Mourinho og lærisveinar hans mæta Rangers frá Skotlandi í Evrópudeildinni í kvöld og var portúgalski stjórinn spurður á blaðamannafundi hvort hann sæi fyrir sér að þjálfa í Skotlandi einn daginn.

„Á þessu augnabliki, nei, því ég er í starfi sem ég kann að meta. En hvers vegna ekki í framtíðinni? Það er mikil ástríða í skoskum fótbolta.

Ástríða í fótbolta er allt. Hún heldur manni gangandi og án hennar skiptir þetta ekki máli. Á þessari stundu eru Celtic og Rangers með góða stjóra og ég er ekki að leita að nýrri vinnu,“ sagði Mourinho.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert