Stálu bíl og öðrum verðmætum af stjörnunni

Alexander Isak lenti í óskemmtilegri lífsreynslu.
Alexander Isak lenti í óskemmtilegri lífsreynslu. AFP/Oli Scarff

Sænski knattspyrnumaðurinn Alexander Isak varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu á dögunum að innbrotsþjófar brutust inn til hans.

Stálu þeir verðmætum sem eru metin á 68.000 pund, eða tæpar 12 og hálfa milljón króna. Þá höfðu þjófarnir einnig með sér 10.000 pund í reiðufé, eða tæpar tvær milljónir króna.

Þá var Audi-bíl framherjans einnig stolið en hann fannst yfirgefinn stuttu síðar. Isak var ekki heima meðan á innbrotinu stóð.

Fjögur hafa verið handtekin vegna málsins, ein kona og þrír karlmenn. Tilheyra þau öll sömu fjölskyldunni, sem er búsett á Ítalíu og hefur það eitt að atvinnu að brjótast inn til fólks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert