Stuðningsmaður karlaliðs Rangers í knattspyrnu lést í Istanbúl í nótt, þangað sem hann var kominn til þess að sjá sína menn spila við Fenerbahce í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.
Rangers segir frá því í tilkynningu að stuðningsmaðurinn hafi látist eftir að hafa orðið fyrir bíl er hann var að ganga yfir götu. Annar bíll hafi svo ekið yfir hann.
Við erum í sárum. Hugur okkur hjá félaginu eru hjá fjölskyldu og vinum á þessari erfiðu stundu. Við erum í stöðugu sambandi við tyrknesk og bresk yfirvöld vegna þessa sorglega atviks,“ sagði meðal annars í tilkynningu Rangers.
Leikur Fenerbahce og Rangers hefst klukkan 17.45 í dag.