Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham mátti þola tap, 1:0, gegn AZ Alkmaar frá Hollandi í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildar karla í fótbolta í kvöld.
Svíinn ungi Lucas Bergvall varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 18. mínútu, sem að lokum réði úrslitum.
José Mourinho og lærisveinar hans hjá tyrkneska liðinu Fenerbahce máttu þola tap á heimavelli gegn Rangers frá Skotlandi, 3:1. Cyriel Dessers kom Rangers yfir á 6. mínútu en Alexander Djiku jafnaði á 30. mínútu.
Staðan í hálfleik var hins vegar 2:1 fyrir Rangers því Václav Cerný skoraði á 42. mínútu. Hann var svo aftur á ferðinni á 81. mínútu með þriðja mark Rangers.
Franska liðið Lyon gerði svo góða ferð til Rúmeníu og sigraði FCSB, 3:1. Malick Fofana skoraði tvö mörk fyrir Lyon og Nicolás Tagliafico eitt. Alexandru Baluta skoraði mark FCSB.