Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, vill fjölga liðum á HM karla úr 48 og í 64 fyrir HM 2030.
The Athletic greinir frá. Yrðu það aðeins á einu móti sem þjóðirnar yrðu 64, til að fagna 100 ára afmæli keppninnar.
HM 2030 fer fram í Marokkó, Spáni og Portúgal og þá fara stakir leikir fram í Argentínu, Úrúgvæ og Paragvæ sömuleiðis. Verður mótið því haldið í þremur heimsálfum í fyrsta skipti.
HM á næsta ári fer fram í Mexíkó, Kanada og Bandaríkjunum.