Íslandsvinurinn danski Bo Henriksen er að gera magnaða hluti sem knattspyrnustjóri Mainz í Þýskalandi.
Undir hans stjórn er liðið í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með 41 stig eftir 24 leiki.
Henriksen, sem lék með ÍBV, Fram og Val á sínum tíma, ræddi við KSÍ um landsliðsþjálfarastarf karla, áður en Arnar Gunnlaugsson var ráðinn.
„Hann er að gera ótrúlega góða hluti,“ sagði goðsögnin Jürgen Klinsmann við Viaplay. „Hann er þjálfari leikmannanna og það tala allir vel um hann. Hann á langan og farsælan feril fram undan,“ bætti Klinsmann við og hélt áfram:
„Það er magnað að vera í fjórða sæti og það er möguleiki á að komast í Evrópukeppni. Hann leggur mikið á sig og minnir mig svolítið á Jürgen Klopp,“ sagði Klinsmann.