Mourinho „sofnaði“ (myndskeið)

José Mourinho.
José Mourinho. AFP/Ozan Kose

José Mourinho, knattspyrnustjóri Fenerbahce, sló á létta strengi eftir að liðið tapaði 1:3 fyrir Rangers á heimavelli í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í Istanbúl í gærkvöldi.

Mourinho sat fyrir svörum á fréttamannafundi og þótti greinilega spurning eins fréttamanns óþarflega löng.

Þóttist hann sofna og svo vakna af værum blundi eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði:



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert