Læknirinn lést í svefni á liðshótelinu

Starfsmaður Barcelona fjarlægir fána liðsins eftir að leiknum var frestað.
Starfsmaður Barcelona fjarlægir fána liðsins eftir að leiknum var frestað. AFP/Josep Lago

Carles Minarro, sem var læknir hjá karlaliði Barcelona í knattspyrnu, lést í svefni á liðshóteli félagsins fyrir leik liðsins gegn Osasuna í spænsku deildinni í kvöld. 

Leiknum var í kjölfarið frestað vegna andlátsins en hann fer fram síðar. 

Samkvæmt spænska miðlinum Mundo Deportivo var Minarro með liðinu á liðshótelinu og hafði borðað hádegismat með leikmönnum sem og þjálfurum. 

Síðar í dag lagði hann sig fyrir leikinn og lést í svefni.

Leikmenn liðsins voru í algjöru sjokki þegar þeir heyrðu fréttirnar en samkvæmt spænska miðlinum var Minarro mjög vinsæll meðal þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert