Leik Barcelona gegn Osasuna í efstu deild karla í spænska fótboltanum hefur verið frestað vegna andláts Carles Minarro Garcia, sem var læknir hjá Barcelona.
Leiknum var frestað 20 mínútum áður en hann átti að hefjast en það var klukkan 20 í kvöld.
Ekki er búið að ákveða hvenær leikurinn á að fara fram en í yfirlýsingu frá Barcelona kemur fram að það verði síðar.
Stuðningsmenn Barcelona voru mættir á völlinn og sáu tilkynningu um frestunina á stóra skjánum.
— FC Barcelona (@FCBarcelona) March 8, 2025