Skotmark United heldur áfram að skora

Viktor Gyökeres.
Viktor Gyökeres. AFP/PATRICIA DE MELO MOREIRA

Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur verið að raða inn mörkum á tímabilinu fyrir Sporting og hélt uppteknum hætti þegar liðið sigraði Estoril 3:1 á dögunum.

Gyökeres er markahæstur í portúgölsku deildinni með 25 mörk en næsti maður á eftir honum er Samu Omorodion með 14 mörk.

Ru­ben Amorim, knattspyrnustjóri United, þekkir framherjann vel en hann fékk hann til Sporting frá Coventry sumarið 2023 og vill núna fá hann til United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert