Sænski framherjinn Viktor Gyökeres hefur verið að raða inn mörkum á tímabilinu fyrir Sporting og hélt uppteknum hætti þegar liðið sigraði Estoril 3:1 á dögunum.
Gyökeres er markahæstur í portúgölsku deildinni með 25 mörk en næsti maður á eftir honum er Samu Omorodion með 14 mörk.
Ruben Amorim, knattspyrnustjóri United, þekkir framherjann vel en hann fékk hann til Sporting frá Coventry sumarið 2023 og vill núna fá hann til United.