Fram hafði betur gegn HK, 38:33, í 20. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Kópavoginum í kvöld.
Eftir leik er Fram í þriðja sæti deildarinnar með 29 stig en HK er í áttunda með 16.
Framarar voru marki yfir í hálfleik, 18:17, eftir jafnan fyrri hálfleik en í þeim seinni náði Fram góðri forystu og vann leikinn að lokum með fimm mörkum.
Mörk HK: Kári Tómas Hauksson 6, Sigurður Jefferson Guarino 6, Hjörtur Ingi Halldórsson 6, Leó Snær Pétursson 5, Aron Dagur Pálsson 4, Tómas Sigurðarson 2, Júlíus Flosason 2, Ágúst Guðmundsson 1, Benedikt Þorsteinsson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 9, Jovan Kukobat 5.
Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 8, Ívar Logi Styrmisson 8, Reynir Þór Stefánsson 7, Dagur Fannar Möller 6, Erlendur Guðmundsson 3, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Max Emil Steinlund 2, Marel Baldvinsson 1, Eiður Rafn Valsson 1.
Varin skot: Arnór Máni Daðason 10, Breki Hrafn Árnason 9.