Þróttur skoraði níu á Sauðárkróki

Freyja Karín Þorvarðardóttir fagnar.
Freyja Karín Þorvarðardóttir fagnar. Eggert Jóhannesson

Þróttur úr Reykjavík fór afskaplega illa með Tindastól, 9:0, í deildabikar kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróki í dag. 

Þróttur er í toppsæti A-riðilsins með 10 stig eftir fjóra leiki en Þór/KA, sem vann Val 2:0, er í öðru sæti með níu. 

Valur er einnig með níu stig en Fram er í fjórða með fjögur og Fylkir í fimmta með þrjú. Tindastóll rekur síðan lestina án stiga. 

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði þrjú marka Þróttar en Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði tvö. Hin mörkin skoruðu Caroline Murray, Sæunn Björnsdóttir og Brynja Rán Knudsen en hitt markið var sjálfsmark. 

Í leik Þórs/KA gegn Val skoruðu Sonja Björg Sigurðardóttir og Sandra María Jessen mörk Vals. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert