Betur fór en á horfðist

Arnór Ingvi Traustason.
Arnór Ingvi Traustason. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Meiðsli Arnórs Ingva Traustasonar, landsliðsmanns í knattspyrnu, sem hann varð fyrir í leik með Norrköping um síðustu helgi reyndust ekki alvarlegri en svo að hann er í leikmannahópi liðsins fyrir leik gegn Trelleborg í sænsku bikarkeppninni í dag.

Þjálfari og fjölmiðlafulltrúi Norrköping voru ábúðarfullir eftir 3:0-sigur Norrköping á GAIS í bikarnum um síðustu helgi og vildu ekkert gefa upp um meiðslin.

Auk þess mátti Arnór Ingvi ekki fara í viðtöl á meðan beðið væri eftir niðurstöðu úr myndatöku vegna meiðsla hans.

Njarðvíkingurinn er klár í slaginn og verður í leikmannahópnum hjá Norrköping líkt og Ísak Andri Sigurgeirsson. Leikurinn gegn Trelleborg hefst klukkan 15 í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert