Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins og stórliðs Bayern München, er ekki í leikmannahópi þýska stórliðsins í dag vegna meiðsla.
Glódís Perla hefur vart misst af leik með landsliði eða félagsliði mörg undanfarin ár en er ekki með í leik gegn Köln í þýsku 1. deildinni, sem nú stendur yfir, vegna hnémeiðsla.
Á samfélagsmiðlum Bayern er einungis greint frá því að hún sé ekki með vegna eymsla í hnéi og því liggur ekki fyrir hversu eða hvort um alvarleg meiðsli sé að ræða.