Hélt hreinu í fyrsta leik

Telma Ívarsdóttir lék vel í marki Rangers í dag.
Telma Ívarsdóttir lék vel í marki Rangers í dag. Ljósmynd/Rangers

Telma Ívarsdóttir, landsliðsmarkvörður í knattspyrnu, lék sinn fyrsta leik fyrir stórlið Rangers þegar það vann Spartans 2:0 í átta liða úrslitum skosku bikarkeppninnar í dag.

Telma gekk til liðs við Rangers frá Breiðabliki í janúar síðastliðnum og hafði nokkrum sinnum verið varamarkvörður en fékk svo tækifærið í byrjunarliðinu í dag.

Hélt hún marki sínu hreinu og Rangers er búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert